top of page
Snæfellsjokull1.jpg

FAQ

​Hver má bjóða sig fram til embættis forseta Íslands?
 • Hafa náð 35 ára aldri á kjördegi.

 • Forsetaefni skal hafa meðmæli minnst 1500 kosningarbærra manna og mest 3000, safna þarf undirskriftum í öllum landshlutum:

  • Suður: 1,233  - 2,465 undirskriftir

  • Vestur: 56 - 112 undirskriftir

  • Norður: 157 - 314 undirskriftir

  • Austur: 54 - 109 undirskriftir

 

​Ef Snæfellsjökull er kosinn forseti, hvernig myndi hann taka á móti þjóðhöfðingjum?
 1. Þjóðhöfðingjum verður boðið upp á glas af jöklaköldu vatni.

 2. Hnallþóru-móttökunefnd mun taka á móti gestum forstans á Hellnum og bjóða þar upp á kökur og kaffi.

 3. Gestir gætu hitt sérfræðinga frá svæðinu sem þekkja vel til jökulsins, jarðfræði svæðisins og lífríkis í nágrenni Snæfellsjökuls, umhverfislaga og listrænna rannsakenda sem hafa tileinkað rannsóknir sínar jöklinum.

 

Hvernig verður heimsóknum háttað?
 1. Snæfellsjökull verður ávallt til staðar á Bessastöðum með hjálp vefmyndavélar.

 2. Flaska með bráðnuðum ís úr Snæfellsjökli verður viðstödd á alþjóðlegum fundum.

 

Hvaða hlutverki munu Bessastaðir þjóna?
 1. Bessastaðir munu halda sínu hlutverki sem rými til fundarhalda og fagnaða fyrir heimamenn sem og gesti. 

 2. Fjölskynjunarinnsetning verður sett upp á Bessastöðum þar sem gestum býðst að eiga samskipti við forsetann í gegnum sjón, hljóð, snertingu, hitastig og aðra nema.

 3. Að auki verður boðið upp á tímabundin vinnurými fyrir pop-up lista- eða vísindaverkefni, eða verkefni sjálfstæðra samtaka, sem hafa beina tengingu við málefni tengd samspili mannvera og íslenskra vistkerfa.

 

​Af hverju er verið að safna pening fyrir forsetaframboðinu?
 1. Kostnaður við skipulagningu, auglýsingu og lögfræðiráðgjöf í herferðinni.

 2. Sjálfboðaliðar fá ekki greitt fyrir tíma sitt eða persónulegt framlag til herferðarinnar.

 3. Allt umfram fjármagn sem ekki nýtist í herferðina rennur til Landsbjargar.

​Hvar get ég fræðst um baráttu erlendis fyrir auknum réttindum náttúrunnar?
 • Upplýsingar um mál og lögfræðileg álitaefni sem tengjast réttindum náttúru má nálgast hjá The Rights of Nature Tribunal.

 • Gagnagrunn um einstaklinga og samtök sem berjast fyrir auknum réttindum náttúru er að finna hjá The Global Alliance for the Rights of Nature (GARN)

 • Bólivía var fyrsta landið til að samþykkja Sáttmála um réttindi móður náttúru árið 2010. Sáttmálinn er yfirlýsing og fyrirmynd sem aðrar herferðir fyrir auknum réttindum náttúrunnar geta tekið mið af.

 

Hvers konar listræn verkefni og samtök fólks eru að stuðla að réttindum náttúrunnar?
bottom of page